Sveitaverslun
Í lagerhúsnæði okkar að Hólabaki í Húnabyggð rekum við verslun, þar sem hægt er að kynna sér starfsemina og skoða og kaupa allar okkar vörur. Þar eru einnig haldnir markaðir/viðburðir nokkrum sinnum á ári. Hólabak er staðsett við þjóðveg nr. 1, í hjarta Húnaþings, um 22 km. vestan Blönduóss.
Í verslun okkar er eru í boði okkar landsþekktu púðaver og einnig ýmsar aðrar vefnaðar- og gjafavörur sem við framleiðum í litlu upplagi og eru aðeins til sölu hjá okkur. Einnig bjóðum við sérvaldar vörur frá öðrum framleiðendum að ógleymdu handverki og prjónavörum úr héraði (sjá myndir hér að neðan). Opnunartímar 2024:
Við tökum glöð á móti hópum og getum boðið upp á stutta kynningu á starfsemi okkar og lífi og starfi á bænum. Frekari upplýsingar um útfærslu hópaheimsókna og bókanir má nálgast í síma 8930103 eða með tölvupósti á [email protected]. |