Velkomin á heimasíðu LagðsLagður er vörumerki í eigu hjónanna Elínar Aradóttur og Ingvars Björnssonar. Fyrirtæki þeirra er staðsett á bænum Hólabaki í Húnavatnshreppi, en Elín og Ingvar reka þar einnig kúabú. Fyrstu vörur fyrirtækisins fóru á markað árið 2011 og hefur fyrirtækið frá upphafi lagt megináherslu á framleiðslu hágæðavefnaðarvara.
Kappkostað er að nýta þjónustu innlendra aðila hvað varðar aðföng og útfærslu eins og kostur er. Allur saumaskapur er á höndum starfsfólks íslenskra saumastofa. Allar umbúðir eru jafnframt íslensk framleiðsla. Pökkun, lagerhald og dreifing fer fram á Hólabaki. Hönnun varanna byggir á beinni skírskotun til náttúru norðurslóða og lögð er rík áhersla á að framleiða vörurnar þar einnig, en eingöngu lítið brot að þeim varningi sem seldur er sem "íslensk hönnun", er raunverulega framleiddur á Íslandi. Hér á síðunni getur þú fundið upplýsingar um vörur Lagðs og skoðað myndir af þeim. Ef frekari upplýsinga er þörf eða spurningar vakna taka Elín og Ingvar glöð við fyrirspurnum, annað hvort með tölvupósti ([email protected]) eða í gegnum síma 8930103. |